Jokic tryggði sigur með minnsta mun

Nikola Jokic reyndist Denver Nuggets mikilvægur í nótt.
Nikola Jokic reyndist Denver Nuggets mikilvægur í nótt. AFP

Serbneski miðherjinn Nikola Jokic reyndist liði sínu Denver Nuggets afar mikilvægur þegar það vann Memphis Grizzlies með minnsta mun í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Jokic náði tvöfaldri tvennu og var stigahæstur í leiknum með 28 stig auk þess sem hann tók 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Það var hins vegar varnarleikur hans á ögurstundu sem tryggði sigurinn í nótt. Þegar þrjár sekúndur voru eftir á klukkunni, í stöðunni 103:102, kom hann í veg fyrir að Ja Morant hjá Memphis skoraði einfalda tveggja stiga körfu.

Morant og samherjar hans hjá Memphis voru afar ósáttir við að ekki hafi verið dæmt leikbrot á Jokic en dómarar leiksins sögðu Jokic hafa verið í löglegri varnarstöðu. Lokatölur því 103:102.

Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Memphis  - Denver 102:103

New Orleans – Cleveland 116:82

Washington – Philadelphia 101:127

Chicago – Miami 90:101

San Antonio – Orlando 104:77

Utah – Houston 114:99

LA Lakers – Indiana 105:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert