Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands er nú haldið í 54. sinn og var í dag kosið um lagabreytingu varðandi takmarkanir á erlendum leikmönnum en Valur, Stjarnan, KR og Haukar voru félögin sem báru upp tillöguna.
Tillagan sneri að því að breyta 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót með því að setja reglur um fjölda íslenskra leikmanna inni á vellinum hverju sinni og þar með og auka vægi íslenskra leikmanna í efstu deildum. Samkvæm tillögunni áttu alltaf að vera að minnsta kosti þrír leikmenn inná sem eru uppaldir hjá félögum innan KKÍ og að aldrei gæti verið nema einn erlendur leikmaður á leikvelli, þ.e. leikmaður sem er ekki ríkisborgari lands innan EES.
Karfan.is segir frá því að 87 þingfulltrúar greiddu atkvæði, 33 kusu með breytingunni en 54 á móti.