Í kringum flókin félagsskipti stjörnunnar James Harden til Brooklyn Nets í janúar var um fjöggura liða fléttu að ræða þar sem Caris nokkur LeVert fór meðal annars til Indiana Pacers frá Brooklyn. Hann spilaði sinn fyrsta leik síðan í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Við læknisskoðun á körfuboltamanninum uppgötvaðist blettur á nýranu hans og fór hann því strax í aðgerð vegna mögulegs krabbameins. Aðgerðin heppnaðist vel og sneri LeVert aftur á gólfið í nótt er hann hjálpaði Indiana að binda enda á fimm leikja sigurgöngu Phoenix Suns.
LeVert, sem segist vera orðinn heill heilsu, spilaði 27 mínútur og skoraði 13 stig en liðsfélagið hans Malcolm Brogdon var stigahæstur með 25 stig. Domantas Sabonis skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar og var því með þrefalda tvennu.
Þá gerðist það aðeins í sjötta sinn í sögu NBA-deildarinnar að andstæðingar skoruðu yfir þrjátíu stig ásamt því að skila tvöfaldri tvennu er Milwaukee Bucks vann 125:119-útisigur gegn Washington Wizards. Giannis Antetokounmpo skoraði 33 stig fyrir sigurliðið, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en Russell Westbrook skilaði 42 stigum fyrir heimamenn, gaf 12 stoðsendingar og tók 11 fráköst.
Úrslitin í nótt
Brooklyn Nets - Detroits Pistons 100:95
Charlotte Hornets - Toronto Raptors 114:104
Washington Wizards - Milwaukee Bucks 119:125
Atlanta Hawks - Sacramento Kings 121:106
Minnesota Timberwolves - Portland Trail Blazers 121:125
Denver Nuggets - Dallas Mavericks 103:106
Phoenix Suns - Indiana Pacers 111:122