Keflavík er komin aftur á sigurbraut í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 85:80-sigur á Snæfelli á heimavelli í dag. Snæfell var með forskotið stærstan hluta leiks en Keflavík sneri taflinu við í lokaleikhlutanum.
Snæfell byrjaði af gríðarlegum krafti og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 38:21. Keflavík sótti í sig veðrið í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 52:47, Snæfelli í vil.
Snæfell hélt forskotinu í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta snerist taflið við því Keflavík vann leikhlutann 19:9 og leikinn í leiðinni.
Daniela Wallen fór á kostum fyrir Keflavík og skoraði 28 stig, tók 22 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 27 stig og tók 9 fráköst. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 23 stig og tók 12 fráköst fyrir Snæfell.
Með sigrinum fór Keflavík upp í 22 stig og upp að hlið toppliðs Vals. Snæfell, sem er aðeins með tvo sigra í þrettán leikjum, er í sjöunda sæti með fjögur stig.
Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 14. mars 2021.
Gangur leiksins:: 4:8, 11:20, 14:25, 21:38, 28:43, 35:50, 40:50, 47:52, 56:55, 58:60, 63:62, 66:69, 66:71, 72:71, 80:71, 85:80.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 28/22 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 27/9 fráköst, Agnes María Svansdóttir 9, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 2.
Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn.
Snæfell: Anna Soffía Lárusdóttir 23/12 fráköst, Haiden Denise Palmer 19/15 fráköst/12 stoðsendingar, Dunia Huwé 17/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 15/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6/11 fráköst/5 stoðsendingar.
Fráköst: 39 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Georgia Olga Kristiansen, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 68