Óvæntur skellur Valencia

Martin Hermannsson í leik með Valencia.
Martin Hermannsson í leik með Valencia. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson og félagar í Valencia fengu skell þegar þeir mættu einu neðsta liði efstu deildar Spánar í körfuknattleik í dag. Heimamenn í Gipuzkoa unnu 78:60 sigur lyfti þeim frá botni deildarinnar.

Valencia var búið að vinna 13 af síðustu 14 leikjum sínum og hefur verið á fínu skriði, liðið situr í 5. sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur stigum frá Tenerife og fjórum frá Baskonia í næstu sætum fyrir ofan. Því var tapið í dag ansi óvænt. Martin spilaði 26 mínútur í dag, skoraði þrjú stig, gaf fimm stoðsendingar og tók tvö fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert