Þór frá Akureyri gerði afar góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 100:79 í fallslag í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Með sigrinum fór Þór upp í tólf stig og fjórum stigum frá fallsæti.
Þórsarar voru með 30:25-forskot eftir fyrsta leikhlutann og eftir stórsigur í öðrum leikhluta var staðan 48:32, Þórsurum í vil, í hálfleik. Haukar voru aldrei líklegir til að jafna í seinni hálfleik.
Byrjunarlið Þórsara skoraði 97 af stigunum 100 og skoraði Srdan Stojanovic flest eða 22. Andrius Globys og Ivan Aurrecoechea komu þar á eftir með 21 stig hvor. Dedrick Basile skoraði 19 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Pablo Bertone skoraði mest fyrir Hauka eða 19 stig og Hancel Atencia skoraði 17.
Eins og áður segir er Þór nú með 12 stig, eins og Valur og Tindastóll í 7.-9. sæti. Haukar eru í botnsætinu með aðeins sex stig.
Ásvellir, Dominos-deild karla, 14. mars 2021.
Gangur leiksins:: 6:7, 11:9, 18:20, 25:30, 26:33, 30:37, 32:44, 32:48, 32:53, 40:61, 47:66, 57:74, 61:79, 64:83, 69:91, 79:100.
Haukar: Pablo Cesar Bertone 19/5 stoðsendingar, Hansel Giovanny Atencia Suarez 17, Jalen Patrick Jackson 16, Brian Edward Fitzpatrick 12/7 fráköst, Breki Gylfason 5, Ágúst Goði Kjartansson 3, Hilmar Pétursson 3, Yngvi Freyr Óskarsson 2, Emil Barja 2.
Fráköst: 17 í vörn, 6 í sókn.
Þór Akureyri: Srdan Stojanovic 22/6 stoðsendingar, Andrius Globys 21/6 fráköst, Ivan Aurrecoechea 21/11 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/6 fráköst/15 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 14/10 fráköst, Ragnar Ágústsson 3.
Fráköst: 32 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.
Áhorfendur: 200