Óvæntustu úrslit tímabilsins í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, urðu í Keflavík í kvöld þegar heimakonur töpuðu fyrir botnliði KR, 75:81.
KR hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum á tímabilinu en Keflavík kom til leiks með ellefu sigra í þrettán leikjum. KR náði Snæfelli að stigum á botninum, liðin eru jöfn með 4 stig. Keflavík er áfram með 22 stig eins og Valur sem er að spila við Breiðablik í síðasta leik kvöldsins.
KR var yfir í hálfleik, 44:40, og Keflavík varð fyrir því áfalli að Daniela Wallen gat ekki leikið síðari hálfleikinn eftir að hafa lent í árekstri við Unni Töru Jónsdóttur í lok þess fyrri. Unnur kom heldur ekki meira við sögu.
KR náði sautján stiga forystu snemma í þriðja leikhluta en Keflavík minnkaði muninn og leikurinn var spennandi á lokakaflanum.
Annika Holopainen skoraði 23 stig fyrir KR og tók 12 fráköst og Taryn McCutcheon var með 17 stig og 14 fráköst. Hjá Keflavík var Anna Ingunn Svansdóttir með 19 stig en Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði 17 stig og tók 12 fráköst.
Fjölnir lagði Snæfell að velli nokkuð örugglega í Grafarvogi, 79:71. Staðan var 45:28 í hálfleik og Fjölniskonur héldu öruggu forskoti lengst af í seinni hálfleiknum. Snæfell átti þó góðan sprett, minnkaði muninn úr 75:53 í 75:69 og hleypti spennu í leikinn um stund, en nær komust Hólmarar ekki.
Ariel Hearn skoraði 19 stig fyrir Fjölni og tók 17 fráköst og Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Hjá Snæfelli var Haiden Palmer með tröllatvennu, 29 stig og 22 fráköst, og Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig.
Fjölniskonur eru komnar með 18 stig í fjórða sæti deildarinnar en Snæfell er áfram með 4 stig og á fyrir höndum mikinn fallslag við KR-inga.
Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 17. mars 2021.
Gangur leiksins:: 2:6, 6:12, 10:17, 22:20, 24:24, 29:28, 32:37, 40:44, 40:55, 46:61, 51:61, 53:65, 60:65, 65:67, 69:73, 75:81.
Keflavík: Anna Ingunn Svansdóttir 19, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 17/12 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 14, Daniela Wallen Morillo 7/8 fráköst, Erna Hákonardóttir 6, Agnes María Svansdóttir 5/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3.
Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.
KR: Annika Holopainen 23/12 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 17/14 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 13/8 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/8 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 6, Unnur Tara Jónsdóttir 4/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 4, Þóra Birna Ingvarsdóttir 3, María Vigdís Sánchez-Brunete 1.
Fráköst: 41 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Einar Þór Skarphéðinsson.
Áhorfendur: 30
Dalhús, Dominos deild kvenna, 17. mars 2021.
Gangur leiksins:: 4:3, 8:5, 12:9, 16:13, 22:17, 26:20, 37:22, 45:28, 50:32, 57:39, 59:42, 64:48, 72:53, 75:64, 77:69, 79:71.
Fjölnir: Ariel Hearn 19/17 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Lina Pikciuté 18/14 fráköst, Sara Carina Vaz Djassi 14/6 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 13/6 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4, Margret Osk Einarsdottir 3, Fanney Ragnarsdóttir 3/5 fráköst.
Fráköst: 38 í vörn, 14 í sókn.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 29/22 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 19/9 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/9 fráköst, Dunia Huwé 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.
Fráköst: 39 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Johann Gudmundsson, Ingi Björn Jónsson.