Rekinn frá Keflavík

Pavel Ermolinskij og Reggie Dupree eigast við í leik Vals …
Pavel Ermolinskij og Reggie Dupree eigast við í leik Vals og Keflavíkur í febrúar. Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur slitið samstarfi sínu við framherjann Max Montana.

Það er Karfan.is sem greinir frá þessu en ástæða uppsagnarinnar er brot á agareglum.

Ekki kemur fram um hvers konar agabrot var að ræða en leikmaðurinn gekk til liðs við Keflavík í byrjun febrúarmánaðar.

Montana, sem er bandarískur en með þýskt ríkisfang, lék sex leiki fyrir félagið þar sem hann skoraði 9 stig og tók tvö fráköst að meðaltali í leik.

Keflavík hefur spilað frábærlega á tímabilinu og er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, Dominos-deildarinnar, með 24 stig og hefur fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem er í öðru sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert