Haukar styrktu stöðu sína í þriðja sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, með því að sigra Skallagrím í hörkuleik á Ásvöllum í kvöld, 73:69.
Haukar eru þá með 20 stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur, en Valur getur aukið forskotið síðar í kvöld. Skallagrímur er áfram með 12 stig í fimmta sætinu og hefur nú dregist sex stigum aftur úr Fjölni í baráttunni um fjórða sætið í úrslitakeppninni.
Leikurinn á Ásvöllum var jafn og spennandi. Staðan var 34:34 í hálfleik og liðin skiptust á um forystuna framan af seinni hálfleiknum. Haukar náðu síðan naumum undirtökum og voru með forystuna í fjórða leikhluta en Skallagrímur minnkaði muninn í 71:69 þegar 20 sekúndur voru eftir. Alyesha Lowett tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum fyrir Hauka.
Lovett skoraði 22 stig fyrir Hauka og tók 11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig og Sara Rún Hinriksdóttir 12. Hjá Skallagrími var Keira Robinson með 30 stig og 10 fráköst og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 12 stig og tók 11 fráköst.
Gangur leiksins:: 7:2, 9:8, 12:15, 22:15, 22:18, 26:27, 30:29, 34:34, 38:42, 42:46, 50:52, 53:54, 57:57, 64:57, 68:61, 73:69.
Haukar: Alyesha Lovett 22/11 fráköst/7 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 13/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/7 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10/5 fráköst/3 varin skot, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 4/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 2/6 fráköst.
Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.
Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 30/10 fráköst/8 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/11 fráköst, Maja Michalska 10, Nikita Telesford 8/6 fráköst, Sanja Orozovic 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Embla Kristínardóttir 3.
Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Aron Rúnarsson.
Áhorfendur: 150