Grindavík lagði botnliðið

Kazembe Abif var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld.
Kazembe Abif var stigahæstur Grindvíkinga í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Grindavík vann 81:76-sigur á botnliði Hauka er liðin mættust á Ásvöllum í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Með sigrinum fóru Grindvíkingar upp fyrir ÍR og í 5. sætið en Breiðhyltingar eiga eftir að spila í umferðinni.

Haukar voru að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Sævalds Bjarnasonar sem hafði verið aðstoðarþjálfari Israel Martins sem var látinn taka poka sinn í vikunni. Heimamenn hófu leikinn af krafti og voru 29:14-yfir eftir fyrsta leikhluta og 42:37-yfir í hálfleik. Grindvíkingar sigldu svo hægt og rólega fram úr eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og unnu að lokum sigur.

Kazembe Abif var stigahæstur gestanna með 25 stig en Pablo Bertone skilaði 22 stigum fyrir Hauka. Grindavík er sem fyrr segir nú í 5. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir næstu liðum og tveimur á undan ÍR sem á leik til góða. Haukar eru áfram í botnsætinu með sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Haukar - Grindavík 76:81

Ásvellir, Dominos-deild karla, 18. mars 2021.

Gangur leiksins:: 11:2, 16:4, 24:9, 29:14, 31:25, 32:27, 35:33, 42:37, 46:44, 50:48, 54:52, 60:54, 67:61, 68:71, 72:79, 76:81.

Haukar: Pablo Cesar Bertone 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hansel Giovanny Atencia Suarez 11/6 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 11/12 fráköst, Breki Gylfason 9/8 fráköst, Jalen Patrick Jackson 9/5 fráköst, Hilmar Pétursson 6, Ragnar Agust Nathanaelsson 3/9 fráköst, Austin Magnus Bracey 3.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Grindavík: Amenhotep Kazembe Abif 25/8 fráköst, Marshall Lance Nelson 17/8 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 13/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 11/7 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 7/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 200

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert