KR marði sigur á nýliðunum

Michael Mallory og Brynjar Þór Björnsson í fyrri leik liðanna …
Michael Mallory og Brynjar Þór Björnsson í fyrri leik liðanna í Vesturbænum í janúar. mbl.is/Árni Sæberg

KR-ingar mörðu 98:97 sigur á Hetti á Egilsstöðum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld en heimamenn voru yfir nánast allan leikinn.

KR-ingar voru búnir að vinna fimm leiki í röð áður en Valur sótti sigur í Vesturbæinn í síðustu umferð og komust því aftur á sigurbraut í kvöld. KR hefur nú unnið alla átta útileiki sína á tímabilinu.

Heimamenn voru yfir í hálfleik, 52:46, en KR-ingar náðu þó forystunni í fyrsta sinn í þriðja leikhluta, 65:64. Þá færðu leikmenn Hattar sig aftur upp á skaftið og héldu naumri forystu þar til í blálokin en þegar fimm sekúndur voru eftir skoraði Tyler Sabin þriggja stiga körfu til að koma KR yfir í annað sinn, 98:97. Michael Mallory var stigahæstur, skoraði 27 stig fyrir heimamenn, en Sabin skoraði 26 fyrir KR og Matthías Orri Sigurðarson skoraði 24.

KR fór upp í 3. sætið með sigrinum, en Þór frá Þorlákshöfn, KR og Stjarnan eru öll með 20 stig. Keflavík er á toppnum með 24. Höttur er áfram í 11. sæti, fallsæti, með átta stig.

Höttur - KR 97:98

MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos-deild karla, 18. mars 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 9:5, 14:11, 19:15, 26:21, 37:30, 46:38, 52:46, 59:56, 64:60, 66:69, 77:75, 83:79, 88:84, 90:88, 97:98.

Höttur: Michael A. Mallory ll 27/6 stoðsendingar, Matej Karlovic 18, David Guardia Ramos 13, Bryan Anton Alberts 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8, Dino Stipcic 6/7 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 5/4 fráköst, Juan Luis Navarro 2.

Fráköst: 19 í vörn, 5 í sókn.

KR: Tyler Sabin 26/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 24/8 fráköst, Brandon Joseph Nazione 17/11 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 12, Helgi Már Magnússon 10, Jakob Örn Sigurðarson 7, Zarko Jukic 2.

Fráköst: 28 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem, Bjarki Þór Davíðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert