Valsarar unnu þriðja leikinn sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er þeir lögðu Tindastól að velli á Hlíðarenda, 90:79, í 15. umferðinni í kvöld.
Stjörnum prýtt lið Valsara virðist vera að komast á skrið. Liðið vann sinn fyrsta sigur í Vesturbænum í 22 ár gegn KR í síðustu umferð og þar áður sigur gegn ÍR. Leikurinn í kvöld var jafn, enda liðin jöfn að stigum þegar flautað var til leiks, með 12 stig í 8. og 9. sæti. Heimamenn voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 22:21, en munurinn var orðinn 12 stig í hálfleik, 51:39. Jón Arnór Stefánsson var öflugur, skoraði 16 af 21 stigi sínu í fyrri hálfleik.
Jordan Roland hefur verið frábær síðan hann kom til Vals og var Bandaríkjamaðurinn með 21 stig og var stigahæstur ásamt Jóni Arnóri og Flenard Whitfield sem einnig gerði 21 stig fyrir Tindastól.
Origo-höllin Hlíðarenda, Dominos-deild karla, 18. mars 2021.
Gangur leiksins:: 8:7, 13:9, 17:14, 22:21, 27:26, 36:28, 40:31, 51:39, 56:43, 61:48, 67:52, 72:58, 74:64, 76:68, 78:73, 90:79.
Valur: Jón Arnór Stefánsson 21/5 fráköst, Jordan Jamal Roland 21, Miguel Cardoso 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sinisa Bilic 9, Hjálmar Stefánsson 8, Finnur Atli Magnússon 6, Kristófer Acox 6/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 2/10 fráköst/7 stoðsendingar.
Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.
Tindastóll: Flenard Whitfield 21/6 fráköst, Nikolas Tomsick 20/4 fráköst/6 stoðsendingar, Antanas Udras 16/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/7 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 7, Axel Kárason 3, Helgi Rafn Viggósson 3.
Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jakob Árni Ísleifsson.
Áhorfendur: 200