Dedrick Basile og Srdan Stojanovic áttu báðir stórleik fyrir Þór frá Akureyri þegar liðið tók á móti ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Höllinni á Akureyri í kvöld.
Basile skoraði 34 stig og gaf átta stoðsendingar og Stojanovic skoraði 34 stig en leiknum lauk með 107:84-stórsigri Þórsara.
Þórsarar byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 24:21. Þeir juku forskot sitt í öðrum leikhluta um þrettán stig og var staðan 58:42, Þór í vil, í hálfleik.
Þórsarar skoruðu 30 stig gegn 22 stigum ÍR-inga í þriðja leikhluta og Breiðhyltingar voru aldrei líklegir til þess að koma til baka í fjórða leikhluta.
Zvonko Buljan var stigahæstur ÍR-inga með 20 stig og Danero Thomas skoraði 18 stig.
Þetta var sjöundi sigur Þórsara á tímabilinu en liðið fer með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar í 14 stig. ÍR er hins vegar í áttunda sætinu með 14 stig.
Gangur leiksins: 7:0, 18:2, 20:16, 24:21, 39:24, 42:30, 51:39, 58:42, 61:48, 73:50, 83:57, 88:64, 94:67, 99:72, 105:79, 107:84.
Þór Akureyri: Srdan Stojanovic 34/6 fráköst, Dedrick Deon Basile 34/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ohouo Guy Landry Edi 18/7 fráköst, Andrius Globys 15/13 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 4, Ragnar Ágústsson 2.
Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.
ÍR: Zvonko Buljan 20/8 fráköst, Everage Lee Richardson 18/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Danero Thomas 18/5 fráköst, Collin Anthony Pryor 17/9 fráköst, Evan Christopher Singletary 10/5 stoðsendingar, Benoný Svanur Sigurðsson 1.
Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 200