Stoðsendingahæstur í Evrópusigri

Martin Hermannsson gaf átta stoðsendingar í dag.
Martin Hermannsson gaf átta stoðsendingar í dag. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Valencia þegar liðið heimsótti Khimki Moskvu í Evrópudeildinni í körfuknattleik í Rússlandi í dag.

Leiknum lauk með 77:68-sigri Valencia en Martin gaf átta stoðsendingar í leiknum og var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins.

Valencia leiddi með sex stigum í hálfleik, 44:38. Valencia leiddi með níu stigum fyrir fjórða leikhluta og leikmönnum Khimki Moskvu tókst ekki að koma til baka eftir það.

Þá skoraði Martin fimm stig og tók tvö fráköst á þeim rúmu nítján mínútum sem hann lék.

Valencia er í tíunda sæti Evrópudeildarinnar með sextán sigra eftir þrjátíu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert