Sex leikja sigurgöngu Brooklyn Nets lauk í nótt er liðið tapaði fyrir Orlando Magic á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta, 113:121.
Kyrie Irving sneri aftur í lið Brooklyn með látum og skoraði 43 sig en það dugði ekki til gegn Orlando-liði sem hafði tapað níu leikjum í röð. Aaron Gordon gerði 38 stig fyrir Orlando og Evan Fournier 31.
Phoenix er komið á sigurbraut á nýjan leik með 113:101-sigri á Minnesota Timberwolves á heimavelli. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir Phoenix og eins og oft áður var Karl-Anthony Towns stigahæstur hjá Minnesota með 24 stig.
Topplið Vesturdeildarinnar Utah Jazz gerði góða ferð til Kanada og vann Toronto á útivelli 115:112 og Portland vann sterkan 125:119-sigur á Dallas á heimavelli.
Úrslit NBA-deildarinnar:
Boston Celtics – Sacramento Kings 96:107
Cleveland Cavaliers – San Antonio Spurs 110:116
Houston Rockets – Detroit Pistons 100:113
Memphis Grizzles – Golden State Warriors 103:116
Miami Heat – Indiana Pacers 110:137
Orlando Magic – Brooklyn Nets 121:113
Toronto Raptors – Utah Jazz
Denver Nuggets – Chicago Bulls 131:127 (eftir framlengingu)
Phoenix Suns – Minnesota Timberwolves 113:101
Portland Trail Blazers – Dallas Mavericks 125:119