Haukar unnu býsna öruggan 98:68-sigur á Snæfelli á Ásvöllum í dag er liðin mættust í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi áður en heimakonur sigldu jafnt og þétt fram úr.
Staðan var 20:19 eftir fyrsta leikhluta, Haukum í vil, og voru heimakonur svo tíu stigum yfir í leikhléinu, 49:39. Gestirnir áttu svo erfitt uppdráttar eftir hlé, skoruðu ekki nema 11 stig í þriðja leikhluta og 18 í þeim fjórða, gegn 25 og 25 stigum frá Haukum.
Fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir skilaði 25 stigum fyrir Hauka, tók átta fráköst og gaf 11 stoðsendingar en hjá Snæfelli var Haiden Denise Palmer með 20 stig. Haukar eru nú með 22 stig í 3. sæti deildarinnar, rétt eins og toppliðin Valur og Keflavík sem eiga þó leik til góða. Snæfell er í 7. sæti með 4 stig, ásamt botnliði KR.
Ásvellir, Dominos deild kvenna, 20. mars 2021.
Gangur leiksins:: 4:5, 12:13, 18:13, 20:19, 28:27, 36:35, 39:37, 49:39, 56:41, 64:47, 72:47, 74:50, 76:57, 81:63, 88:66, 98:68.
Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 25/8 fráköst/11 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 18, Alyesha Lovett 13/10 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 13, Eva Margrét Kristjánsdóttir 10/9 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/7 fráköst, Magdalena Gísladóttir 6, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 3.
Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 20/15 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 17/11 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 11/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Vaka Þorsteinsdóttir 6, Ingigerður Sól Hjartardóttir 3, Dagný Inga Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 50