Keflavík aftur á sigurbraut

Daniela Wallen átti stórleik í kvöld.
Daniela Wallen átti stórleik í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Keflavík er aftur komin á sigurbraut í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir 74:51-heimasigur gegn Skallagrími í kvöld.

Keflvíkingar hafa verið eitt besta lið tímabilsins og komust aftur upp að hlið toppliðs Vals með sigrinum í kvöld. Engu að síður komu einu óvæntustu úrslit vetrarins í vikunni þegar botnlið KR vann sigur á Keflavík.

Heimakonur virðast þó vera búnar að hrista það af sér. Þær voru 38:33 yfir í hálfleik og enn stækkaði svo forystan eftir hlé. Daniela Wallen átti stórleik, var stigahæst með 34 stig og tók þar að auki 19 fráköst fyrir heimakonur. Keira Robinson var atkvæðamest í liði Borgnesinga, skoraði 21 stig.

Sem fyrr segir er Keflavík í öðru sæti, með 24 stig eins og Valur en undir í innbyrðisviðureignum. Skallagrímur er í 5. sæti með 12 stig.

Keflavík - Skallagrímur 74:51

Blue-höllin, Dominos-deild kvenna, 20. mars 2021.

Gangur leiksins:: 5:2, 9:6, 11:12, 19:16, 22:18, 27:24, 33:24, 38:33, 40:38, 47:39, 55:42, 55:46, 57:48, 66:51, 68:51, 74:51.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 34/19 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 12/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 6, Agnes María Svansdóttir 3/7 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst/6 varin skot.

Fráköst: 38 í vörn, 6 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 21/7 fráköst/6 stolnir, Sanja Orozovic 10/5 fráköst, Nikita Telesford 6/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5/7 fráköst, Maja Michalska 4/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 3/8 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 68

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert