Valskonur unnu öruggan 87:67-sigur gegn KR er liðin mættust í Reykjavíkurslag í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í DHL-höllinni í dag.
Hlíðarendaliðið tók forystuna snemma leiks og nokkuð ljóst hvað í stefndi strax. Toppliðið var 47:31 yfir í hálfleik en KR skoraði ekki nema 14 stig í öðrum leikhluta og 13 í þeim þriðja. Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst Valsara, með 20 stig ásamt því að taka tíu fráköst. Valur er á toppnum með 24 stig eftir 15 umferðir, tveimur stigum á undan Keflavík sem á leik til góða.
KR-ingar sitja áfram á botninum með fjögur stig, rétt eins og Snæfell í 7. sæti. Annika Holopainen var atkvæðamest heimakvenna í dag, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst.
DHL-höllin, Dominos deild kvenna, 20. mars 2021.
Gangur leiksins:: 3:3, 8:14, 13:18, 17:21, 23:26, 25:34, 27:42, 31:47, 33:53, 35:58, 39:66, 44:70, 46:77, 51:81, 57:85, 67:87.
KR: Annika Holopainen 21/11 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 20/6 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 13, Gunnhildur Bára Atladóttir 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Ástrós Lena Ægisdóttir 2/6 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/8 fráköst/3 varin skot, Anna Fríða Ingvarsdóttir 2.
Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn.
Valur: Ásta Júlía Grímsdóttir 20/10 fráköst, Kiana Johnson 19/6 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Helena Sverrisdóttir 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Eydís Eva Þórisdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Nína Jenný Kristjánsdóttir 5, Lea Gunnarsdóttir 2, Sara Líf Boama 2.
Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurður Jónsson.
Áhorfendur: 50