Stórglæsileg tilþrif Martins (myndskeið)

Martin Hermansson sýndi glæsileg tilþrif í gær.
Martin Hermansson sýndi glæsileg tilþrif í gær. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson lék vel fyrir Valencia í 77:68-sigri á Khimki Moskvu í Evrópudeildinni í körfubolta í gærkvöldi en keppnin er sú sterkasta í Evrópu.

Landsliðsmaðurinn lék 19 mínútur í leiknum og skoraði á þeim fimm stig, tók tvö fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Ein stoðsendingin var sérlega glæsileg, en þar sendir Martin liðsfélaga sinn í dauðafæri, án þess að horfa, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert