Áfall fyrir Njarðvík

Logi Gunnarsson er að glíma við meiðsli og óvíst er …
Logi Gunnarsson er að glíma við meiðsli og óvíst er hversu lengi hann verður frá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, verður ekki með liðinu í kvöld gegn Val í úrvalsdeild karla í körfknattleik, Dominos-deildinni, en hann er að glíma við meiðsli.

Logi hefur lykilmaður í liði Njarðvíkur undanfarin ár en liðinu hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir fyrstu fimmtán leiki tímabilsins.

Bakvörðurinn hefur skorað 11,9 stig að meðaltali í deildinn í vetur, ásamt því að taka eitt frákast og gefa 1,6 stoðsendingar í leik.

Leikur Njarðvíkur og Vals hefst klukkan 20:15 í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert