Fjölnir hafði betur gegn Breiðabliki er liðin mættust í Dalhúsum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld, 80:77. Fjölniskonur eru þar með 20 stig í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum.
Ariel Hearn var atkvæðamest í liði heimakvenna, skoraði 37 stig og tók 14 fráköst en leikurinn var jafn. Gestirnir úr Kópavoginum höfðu forystu í hálfleik, 39:42, með Ivu Georgievu í fararbroddi en hún var stigahæst Breiðabliks með 20 stig og tók einnig sjö fráköst.
Breiðablik er í 6. sæti deildarinnar með 10 stig, sex stigum á undan Snæfell og KR sem sitja í neðstu sætum deildarinnar.
Dalhús, Dominosdeild kvenna, 21. mars 2021.
Gangur leiksins:: 5:7, 9:11, 13:13, 17:20, 25:28, 27:32, 29:41, 39:42, 48:44, 48:49, 56:55, 58:63, 63:66, 70:73, 74:77, 80:77.
Fjölnir: Ariel Hearn 37/14 fráköst, Sara Carina Vaz Djassi 14/9 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 14/7 fráköst, Lina Pikciuté 12/14 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 2, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 1.
Fráköst: 29 í vörn, 16 í sókn.
Breiðablik: Iva Georgieva 20/7 fráköst, Jessica Kay Loera 19/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/9 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 10, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9/6 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 4/6 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 2.
Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Friðrik Árnason, Aron Rúnarsson, Bjarki Þór Davíðsson.