Grikkinn leiddi Milwaukee til sigurs

Giannis Antetokounmpo lék vel í nótt.
Giannis Antetokounmpo lék vel í nótt. AFP

Gríski körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo var sem fyrr drjúgur fyrir lið sitt Milwaukee Bucks þegar það vann góðan sigur á San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Antetokounmpo gerði tvöfalda tvennu og var stigahæstur sinna manna þegar hann skoraði 26 stig og gaf 15 stoðsendingarfráköst. Hann bætti einnig við átta fráköstum í 120:113 sigri.

Antetokounmpo var þó ekki stigahæstur í leiknum. Það kom í hlut Lonnie Walker IV, sem gerði 31 stig fyrir San Antonio.

Þrír aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Memphis Grizzlies – Golden State Warriors 111:103

Philadelphia 76ers – Sacramento Kings 129:105

Milwaukee Bucks – San Antonio Spurs 120:113

LA Clippers – Charlotte Hornets 125:98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert