Grindvíkingurinn drjúgur í tapi

Jón Axel Guðmundsson gaf átta stoðsendingar í dag.
Jón Axel Guðmundsson gaf átta stoðsendingar í dag. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson átti fínan leik fyrir Fraport Skyliners þegar liðið tók á móti Alba Berlín í efstu deild Þýskalands í körfuknattleik í dag.

Jón Axel skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar, á þeim tæpu 29 mínútum sem hann lék en leiknum lauk með 94:60-sigri Alba Berlín.

Alba Berlín byrjaði leikinn mun betur og leiddi með tíu stigum í hálfleik, 45:35.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta skoraði Alba Berlín 28 stig gegn aðeins fjórum stigum Fraport Skyliners.

Fraport Skyliners er í níunda sæti deildarinnar með 20 stig eftir tuttugu leiki, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert