Norðanmenn sigruðu í Vesturbænum

Tyler Sabin umkringdur Þórsurum í DHL-höllinni í kvöld.
Tyler Sabin umkringdur Þórsurum í DHL-höllinni í kvöld. Ljósmynd/Árni Torfason

Þór frá Akureyri vann 90:86-sigur á KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, rétt í þessu er liðin mættust í DHL-höllinni í Vesturbænum.

Árangur KR-inga á heimavelli hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur, liðið er nú búið að vinna aðeins tvo af átta heimaleikjum sínum. Eitthvað annað virtist þó ætla að vera upp á teningnum í kvöld er KR-ingar voru með 27:13-forystu eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar söxuðu þó aðeins á þá forystu fyrir leikhlé, staðan 48:44 í hálfleik.

Þór náði svo stjórninni á leiknum eftir hlé, var 69:63 yfir eftir þriðja leikhluta og vann að lokum 90:86. Dedrick Basile var atkvæðamikill í sóknarleik norðanmanna, skoraði 27 stig og gaf 11 stoðsendingar en Ohouo Landry tók 15 fráköst. Hjá KR-ingum var Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin stigahæstur eins og svo oft áður, skoraði 19 stig.

Tindastóll lyfti sér frá botninum

Tindastóll vann 90:82-sigur á Hetti á Sauðárkróki í kvöld. Með sigrinum fóru heimamenn upp í 14 stig í níunda sætinu og eru nú sex stigum á undan Hetti í fallsæti.

Nikolas Tomsick var stigahæstur með 25 stig fyrir Tindastól og einnig stoðsendingahæstur, gaf 13 talsins. Jaka Brodnik tók 14 fráköst. Michael Mallory skoraði 23 stig fyrir gestina sem fóru tómhentir heim.

Tindastóll - Höttur 90:82

Sauðárkrókur, Dominos deild karla, 21. mars 2021.

Gangur leiksins:: 8:4, 15:9, 17:17, 19:22, 24:29, 28:34, 35:38, 44:45, 49:47, 54:51, 61:60, 69:66, 71:68, 79:72, 87:79, 90:82.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 25/5 fráköst/13 stoðsendingar, Antanas Udras 18/8 fráköst, Jaka Brodnik 16/14 fráköst, Flenard Whitfield 13/12 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8, Viðar Ágústsson 6, Axel Kárason 4.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Höttur: Michael A. Mallory ll 23/7 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 14/5 fráköst, Bryan Anton Alberts 13/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/9 fráköst, Dino Stipcic 10/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/9 fráköst/5 stoðsendingar, David Guardia Ramos 2, Juan Luis Navarro 2.

Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 50

KR - Þór Akureyri 86:90

DHL-höllin, Dominos deild karla, 21. mars 2021.

Gangur leiksins:: 7:0, 16:1, 22:8, 27:13, 29:23, 37:32, 40:39, 48:44, 53:50, 56:57, 58:63, 63:69, 73:73, 78:79, 78:83, 86:90.

KR: Tyler Sabin 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 16/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 14, Brandon Joseph Nazione 9, Brynjar Þór Björnsson 8/4 fráköst, Björn Kristjánsson 7, Zarko Jukic 6/6 fráköst, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 3.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 27/8 fráköst/11 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 25/4 fráköst, Ohouo Guy Landry Edi 17/15 fráköst, Andrius Globys 11/10 fráköst, Ragnar Ágústsson 5, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Hlynur Freyr Einarsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert