Stjarnan aftur á sigurbraut

Brian Fitzpatrick og Austin Brodeur eigast við í Garðabænum í …
Brian Fitzpatrick og Austin Brodeur eigast við í Garðabænum í kvöld. Ljósmynd/Árni Torfason

Stjarnan vann 88:76-sigur á Haukum í Garðabæ þar sem liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld. Stjörnumenn sneru þar með aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð.

Haukar hafa hins vegar nú tapað fjórum leikjum í röð, sitja á botni deildarinnar og hafa í raun bara unnið þrjá leiki í allan vetur. Gestirnir voru að vísu yfir eftir fyrsta leikhluta í kvöld, 20:19, en svo 43:40 undir í hálfleik. Mirza Sarajlija var atkvæðamikill í liði Stjörnunnar, skoraði 31 stig, en Pablo Bertone skoraði 22 fyrir Hauka.

Stjarnan er í öðru sæti með 22 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur og tveimur á undan Þór frá Þorlákshöfn en bæði lið eiga leiki til góða.

Gangur leiksins:: 5:2, 10:13, 13:18, 19:20, 24:28, 27:35, 33:38, 43:40, 44:47, 52:52, 60:53, 62:59, 70:63, 72:65, 77:69, 88:76.

Stjarnan: Mirza Sarajlija 31/5 fráköst, Austin James Brodeur 19/10 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Hlynur Elías Bæringsson 9/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 2/7 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Haukar: Pablo Cesar Bertone 22/4 fráköst/6 stoðsendingar, Brian Edward Fitzpatrick 18/16 fráköst, Jalen Patrick Jackson 12/3 varin skot, Hansel Giovanny Atencia Suarez 12, Breki Gylfason 6/5 fráköst, Emil Barja 5, Ragnar Agust Nathanaelsson 1/6 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 70

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert