Leik lokið eftir fimm mínútur i Grindavík

Calvin Burks átti stórleik fyrir Keflavík í kvöld.
Calvin Burks átti stórleik fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Calvin Burks átti stórleik fyrir Keflavík þegar liðið heimsótti Grindavík í sextándu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í HS Orku-höllina í Grindavík í kvöld.

Leiknum lauk með 115:82-sigri Keflavíkur en Burks skoraði 28 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Grindvíkingar mættu ekki til leiks í fyrri hálfleik og Keflvíkingar skoruðu 39 stig gegn 7 stigum Grindvíkinga í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var skömminni skárri hjá Grindvíkingum sem unnu hann með ellefu stiga mun, 31:20, og var staðan 59:38, Grindavík í vil í hálfleik.

Keflavík jók forskot sitt um átta stig í þriðja leikhluta og var staðan 89:60 að honum loknum. Hvorugt lið hafði mikinn áhuga á því að spila fjórða leikhluta, enda leikurinn löngu búinn.

Dominykas Milka skoraði 23 stig og tók níu stig fyrir Keflavík og þá skoraði Hörður Axel Vilhjálmsson 16 stig og tók ellefu fráköst.

Dagur Kár Jónsson var stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig og Joonas Jarvelainen skoraði 12 stig.

Keflavík er áfram í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Grindavík er í fimmta sætinu með 16 stig.

Gangur leiksins:: 0:9, 5:18, 5:29, 7:39, 18:39, 22:51, 27:57, 38:59, 40:65, 46:74, 53:81, 60:89, 65:93, 71:102, 76:107, 82:115.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 18/5 fráköst, Joonas Jarvelainen 12/4 fráköst, Marshall Lance Nelson 11/4 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/4 fráköst, Amenhotep Kazembe Abif 8/7 fráköst, Kristinn Pálsson 7/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Nökkvi Már Nökkvason 2.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Keflavík: Calvin Burks Jr. 28/8 fráköst/9 stoðsendingar, Dominykas Milka 23/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16, Reggie Dupree 10, Arnór Sveinsson 9, Deane Williams 8/7 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Valur Orri Valsson 3/7 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert