Dregið var í forkeppni, undankeppni og 16-liða úrslit í VÍS-bikarnum í körfuknattleik karla í húsakynnum VÍS í dag. Stjarnan mætir meðal annars KR í stórslag.
Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari karla eftir að hafa sigrað Grindavík 89:75 í úrslitaleik 15. febrúar 2020, en Garðbæingar unnu þar bikarinn í fimmta skipti.
KR er ennþá ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa unnið titillinn árið 2019, en enginn sigurvegari var úrskurðaður árið 2020 eftir að allri keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
Fjöldi annarra athyglisverðra viðureigna munu fara fram í 16-liða úrslitunum, þar sem alls fara fram fimm Domino's-deildar slagir.
Forkeppni:
Skallagrímur – Hamar 9. apríl
Undankeppni fyrir 16 liða úrslit:
Selfoss – Vestri 18. apríl
Sindri – Skallagrímur/Hamar 18. apríl
Álftanes – Fjölnir 18. apríl
Breiðablik – Hrunamenn 18. apríl
16-liða úrslit:
Tindastóll – Álftanes/Fjölnir 22. apríl
Höttur – Keflavík 22. apríl
Haukar – Þór Akureyri 22. apríl
ÍR – Þór Þorlákshöfn 22. apríl
Stjarnan - KR 22. apríl
Selfoss/Vestri – Sindri/Skallagrímur/Hamar 22. apríl
Njarðvík – Valur 22. apríl
Grindavík – Breiðablik/Hrunamenn 22. apríl