Tók sjö fráköst í Meistaradeildinni

Tryggvi Snær Hlinason var frákastahæstur í sínu liði.
Tryggvi Snær Hlinason var frákastahæstur í sínu liði. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza þegar liðið heimsótti Bamberg til Þýskalands í L-riðli 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með 117:76-sigri Bamberg en Tryggvi Snær skoraði 4 stig og tók sjö fráköst á þeim rúmu tuttugu mínútum sem hann lék.

Tryggvi var frákastahæstur í sínu liði en Zaragoza var fimmtán stigum undir í hálfleik, 55:40, og tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í síðari háfleik.

Þrátt fyrir tapið er Zaragoza í efsta sæti L-riðils og hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert