Dregið var í 16-liða úrslit VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik í húsakynnum VÍS í dag. Valur, topplið Domino‘s-deildarinnar, og Skallagrímur, ríkjandi bikarmeistarar, munu mætast í athyglisverðum slag.
Skallagrímur er ríkjandi bikarmeistari kvenna eftir sigur á KR, 66:49, í úrslitaleik sama dag fyrir rúmu ári en það var fyrsti sigur Borgnesinga í keppninni.
Drátturinn í heild sinni:
Stjarnan – Tindastóll 21. apríl
Keflavík B – Vestri 21. apríl
Haukar - Hamar/Þór Þorlákshöfn 21. apríl
Valur – Skallagrímur 21. apríl
Fjölnir – Breiðablik 21. apríl
KR – ÍR 21. apríl
Grindavík – Njarðvík 21. apríl
Keflavík – Snæfell 21. apríl