Toppliðið mætir bikarmeisturunum

Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val taka á móti …
Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Val taka á móti ríkjandi bikarmeisturum Skallagríms. Kristinn Magnússon

Dregið var í 16-liða úrslit VÍS-bikar kvenna í körfuknattleik í húsakynnum VÍS í dag. Valur, topplið Domino‘s-deildarinnar, og Skallagrímur, ríkjandi bikarmeistarar, munu mætast í athyglisverðum slag.

Skalla­grím­ur er ríkj­andi bikar­meist­ari kvenna eft­ir sig­ur á KR, 66:49, í úr­slita­leik sama dag fyr­ir rúmu ári en það var fyrsti sig­ur Borg­nes­inga í keppn­inni.

Drátturinn í heild sinni:

Stjarnan – Tindastóll 21. apríl

Keflavík B – Vestri 21. apríl

Haukar - Hamar/Þór Þorlákshöfn 21. apríl

Valur – Skallagrímur 21. apríl

Fjölnir – Breiðablik 21. apríl

KR – ÍR 21. apríl

Grindavík – Njarðvík 21. apríl

Keflavík – Snæfell 21. apríl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert