KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, hefur frestað öllum leikjum sem fara áttu fram í dag og kvöld.
Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við mbl.is í dag.
Heil umferð átti að fara fram í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, en nú er ljóst að af henni verður ekki.
Óvíst er hvert framhaldið verður í íslenskum körfubolta en viðtal við Hannes mun birtast á vefnum innan skamms.