Afar mikilvægur sigur í Evrópudeildinni

Martin Hermansson lék ekki með Valencia í kvöld vegna meiðsla.
Martin Hermansson lék ekki með Valencia í kvöld vegna meiðsla. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Valencia er komið í áttunda sæti Evrópudeildarinnar í körfuknattleik eftir afar mikilvægan átta stiga sigur gegn Bayern München í deildinni á Spáni í kvöld.

Leiknum lauk með 83:76-sigri Valencia en Martin Hermannsson lék ekki með spænska liðinu vegna meiðsla.

Valencia leiddi með 13 stigum í hálfleik, 46:33, en Bæjarar skoruðu 30 stig gegn 12 stigum í þriðja leikhluta og var staðan því 63:58, Bayern í vil, fyrir fjórða leikhluta.

Valencia tókst hins vegar að innbyrða sigur og er liðið með sautján sigra í áttunda sæti deildarinnar sem gefur jafnframt sæti í úrslitakeppni Evrópudeildarinnar.

Valencia á þrjá leiki eftir af tímabilinu í Evrópudeildinni en Zenit frá Pétursborg, sem er í níunda sætinu með 16 sigra, á tvo leiki til góða á Valencia og Baskonia, sem er í tíunda sætinu með 16 sigra, á leik til góða á Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert