„Ég er leikmaður tímabilsins“

James Harden fór á kostum í nótt og segir sjálfur …
James Harden fór á kostum í nótt og segir sjálfur að hann hafi verið bestur á yfirstandandi tímabili í NBA-deildinni. AFP

James Harden fór einu sinni sem áður á kostum með liði sínu Brooklyn Nets þegar liðið vann nauman 113:111 sigur gegn Detroit Pistons í NBA-deildinni í nótt.

Harden var með tvöfalda tvennu þar sem hann skoraði 44 stig og tók 14 fráköst, auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Blake Griffin er búinn að jafna sig á meiðslum og lék vel í nótt, skoraði 17 stig.

Eftir leik var Harden spurður að því hvort nafn hans ætti heima í umræðunni um besta leikmann tímabilsins í NBA-deildinni. Svar Harden var einfalt: „Ég er leikmaður tímabilsins. Það er bara svo einfalt.“

10 leikir til viðbótar fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit – Brooklyn 111:113

Toronto – Phoenix 100:104

Milwaukee – Boston 114:122

Charlotte – Miami 110:105

Minnesota – Houston 107:101

New Orleans – Denver 108:113

Orlando – Portland 105:112

Dallas – Indiana 94:109

Utah – Memphis 117:114

Golden State – Atlanta 108:124

LA Lakers – Cleveland 100:86

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert