Kári Jónsson og samherjar hans í Girona höfðu betur gegn Tizona Burgos í spænsku B-deildinni í körfubolta í kvöld, 93:73.
Íslenski landsliðsmaðurinn átti fínan leik fyrir Girona og skoraði átta stig og tók auk þess þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu. Þá nýtti hann bæði þriggja stiga skot sín og var því með 100 prósenta þriggja stiga nýtingu.
Girona er í efsta sæti í fallriðli spænsku B-deildarinnar og á góðri leið með að halda sæti sínu í deildinni.