Slóveninn ungi Luka Doncic átti góðan leik fyrir Dallas Mavericks þegar liðið vann Boston Celtics, 113:108, í hörkuleik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Doncic, sem er nýorðinn 22 ára, skoraði 36 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Ungu mennirnir voru sömuleiðis öflugir í liði Boston. Hinn 23 ára gamli Jayson Tatum skoraði 25 stig og tók níu fráköst, og hinn 24 ára Jaylen Brown var með 24 stig.
Níu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Boston – Dallas 108:113
Detroit – Portland 101:124
Indiana – Miami 87:92
Brooklyn – Houston 120:108
Memphis – Utah 107:111
Minnesota – New York 102:101
Oklahoma – Toronto 113:103
San Antonio – Sacramento 120:106
LA Lakers – Milwaukee 97:112
Phoenix – Chicago 121:116