Spænska liðið Zaragoza er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í körfubolta eftir 90:71-heimasigur á tékkneska liðinu Nymburk í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason er leikmaður Zaragoza en hann fékk lítið tækifæri til að láta ljós sitt skína því hann lék aðeins þrjár mínútur og skoraði á þeim tvö stig og tók tvö fráköst.
Zaragoza er í toppsæti L-riðils með fjóra sigra í fimm leikjum. Nymburk er í öðru sæti með þrjá sigra og eitt tap, eins og Bamberg frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti.