Utah Jazz setti met í NBA-deildinni í körfuknattleik aðfaranótt sunnudags þegar liðið vann öruggan 137:91 sigur gegn Orlando Magic.
Í fyrri hálfleiknum setti topplið Utah nefnilega niður 18 þriggja stiga körfur, sem er það mesta í sögu deildarinnar. Fyrra metið átti Golden State Warriors, 17 talsins.
Donovan Mitchell gerði 22 stig í leiknum og þar af sex þriggja stiga körfur.