Baylor Bears varð í nótt háskólameistari karla í körfuknattleik í bandarísku háskólaíþróttunum NCAA en Baylor-háskólinn er staðsettur í Texas.
Baylor Bears sigraði Gonzaga Bulldogs, 86:70, í úrslitaleiknum í Indianapolis en lið Gonzaga hafði unnið alla leikina á tímabilinu þegar kom að úrslitaleiknum. Liðið vann þrjátíu og einn leik en tapaði einum á tímabilinu.
Var þetta í fyrsta skipti sem Baylor University vinnur keppnina. Úrslitakeppnin er geysilega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum en gert er ráð fyrir að á milli 15 og 20 milljónir manna hafi fylgst með leiknum í nótt.