Steph Curry og Jayson Tatum áttu báðir stórleik þegar Golden State Warriors og Boston Celtics mættust í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.
Curry skoraði 47 stig og tók sjö fráköst fyrir Golden State en Tatum náði tvöfaldri tvennu með því að skora 44 stig og taka 10 fráköst fyrir Boston.
Fór að lokum svo að Boston vann nauman 119:114-sigur.
Fimm leikir til viðbótar fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Boston – Golden State 119:114
LA Lakers – Utah 127:115 (frl.)
Washington – Detroit 121:100
Chicago – Cleveland 106:96
Milwaukee – Memphis 115:128
Phoenix - San Antonio 85:111