Bakslag hjá Harden

James Harden.
James Harden. AFP

James Harden, einn besti bakvörðurinn í NBA-deildinni í körfuknattleik, snýr ekki aftur á völlinn á næstunni með Brooklyn Nets. 

Harden er á sjúkralistanum og hefur misst úr átta leiki í þessum mánuði. Bataferlið virðist ganga mun verr en reiknað var með og Steve Nash þjálfari liðsins segir að Harden sé kominn aftur á byrjunarreit eins og Nash orðaði það. 

Hann sagðist þó alveg eins búast við því að Harden yrði orðinn leikfær í úrslitakeppninni og mögulega fyrr. 

Harden glímir við lærmeiðsli sem ekki voru talin mjög alvarleg en Brooklyn hefur sjaldan náð að tefla þremenningunum fram saman til þessa: Harden, Kyrie Irving og Kevin Durant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert