Tryggvi Snær Hlinason skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst fyrir Zaragoza þegar liðið heimsótti San Pablo Burgos í efstu deild Spánar í körfuknattleik í dag.
Leiknum lauk með 98:95-sigri Zaragoza en Tryggvi lék í rúmar átta mínútur í leiknum.
Zaragoza leiddi með 17 stigum í hálfleik, 60:43, en San Pablo Burgos náði yfirhöndinni í þriðja leikhluta og leiddi 69:68 fyrir fjórða leikhluta. Zaragoza var hins vegar sterkari aðilinn í fjórða leikhluta.
Zaragoza er í þrettánda sæti deildarinnar með 24 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni þegar liðið á eftir að spila fimm leiki í deildarkeppninni en San Pablo Burgos er í fimmta sætinu með 38 stig.