Haukar náðu í tvö afar mikilvæg stig í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar liðið lagði ÍR að velli á Ásvöllum 104:94.
Haukar eru í bullandi fallhættu eftir erfiðan vetur og eru nú með 8 stig eins og Höttur. Eru liðin tveimur stigum á eftir Njarðvík sem er í 10. sæti. Sigurinn í kvöld gæti því reynst mjög mikilvægur þegar upp verður staðið.
Hansel Atencia skoraði 25 stig fyrir Hauka í kvöld en Evan Singletary 23 fyrir ÍR.
Tindastóll rótburstaði Þór 117:65 þegar Akureyringar renndu á Krókinn. Merkilega mikill munur á liðunum miðað við að þau eru með jafn mörg stig í deildinni eða 16.
Pétur Rúnar Birgisson átti stórleik hjá Tindastóli og skoraði 25 stig en gaf auk þess 11 stoðsendingar. Dedrick Basile skoraði 15 stig fyrir Þór.
Icelandic Glacial-höllin, Dominos-deild karla, 22. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 4:2, 10:4, 18:11, 26:18, 30:28, 37:33, 42:35, 47:37, 49:39, 57:42, 60:44, 64:50, 71:52, 74:63, 75:68, 84:76.
Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 18/19 fráköst, Larry Thomas 18/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Davíð Arnar Ágústsson 4/5 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 2/5 fráköst.
Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.
KR: Tyler Sabin 24/6 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 11, Jakob Örn Sigurðarson 8/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 7/10 fráköst, Zarko Jukic 7/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.
Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Gunnlaugur Briem.
Sauðárkrókur, Dominos deild karla, 22. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 5:3, 7:10, 11:12, 21:16, 32:23, 36:25, 43:28, 55:32, 66:36, 75:42, 82:47, 92:50, 102:51, 109:57, 115:59, 117:65.
Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 25/5 fráköst/11 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 23/9 stoðsendingar, Antanas Udras 16/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 13, Jaka Brodnik 12/4 fráköst, Axel Kárason 11/6 fráköst, Flenard Whitfield 8/7 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Helgi Rafn Viggósson 2/8 fráköst.
Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.
Þór Akureyri: Dedrick Deon Basile 15, Ivan Aurrecoechea Alcolado 11/9 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 8, Ohouo Guy Landry Edi 7, Srdan Stojanovic 7, Ragnar Ágústsson 7/4 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Smári Jónsson 3, Páll Nóel Hjálmarsson 2, Andrius Globys 2/4 fráköst.
Fráköst: 16 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.
Áhorfendur: 50