Lakers endurheimtir lykilmann

Anthony Davis snýr aftur í lið LA Lakers í nótt.
Anthony Davis snýr aftur í lið LA Lakers í nótt. AFP

Kraftframherjinn Anthony Davis snýr aftur í lið LA Lakers þegar það heimsækir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Davis, sem lék frábærlega með Lakers þegar liðið vann NBA-meistaratitilinn á síðasta tímabili, hefur verið frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla á kálfa. Ekki er þó búist við því að hann spili meira en 15 mínútur í leiknum í nótt.

Þó er ljóst að endurkoma Davis verður kærkomin fyrir liðið, ekki síst þar sem LeBron James er sömuleiðis frá vegna meiðsla á ökkla og hefur verið í rúman mánuð.

Einnig styttist þó í endurkomu James og hefur hann hafið léttar æfingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert