Kamerúnski miðherjinn Joel Embiid heldur áfram að spila frábærlega fyrir Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik, þótt frammistaða hans hafi ekki dugað til sigurs gegn Phoenix Suns í nótt.
Embiid var með tvöfalda tvennu og skoraði 38 stig, auk þess að taka 17 fráköst.
Í liði Phoenix var Chris Paul öflugur og skoraði 28 stig, ásamt því að gefa átta stoðsendingar.
Eftir æsispennandi leik vann Phoenix að lokum nauman 116:113-sigur.
11 aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Philadelphia – Phoenix 113:116
Cleveland – Chicago 121:105
Indiana – Oklahoma 122:116
Washington – Golden State 118:114
Toronto – Brooklyn 114:103
New York – Atlanta 137:127
Houston – Utah 89:112
Dallas – Detroit 127:117
San Antonio – Miami 87:107
LA Clippers – Memphis 117:105
Portland – Denver 105:106
Sacramento – Minnesota 128:125