Valur náði í tvö stig á Egilsstöðum í kvöld þegar Dominos-deild karla í körfuknattleik fór aftur af stað eftir sóttvarnahlé. Valur vann Hött 95:91 en Höttur hafði níu stiga forskot 47:38 að loknum fyrri hálfleik.
Valur var tveimur stigum yfir þegar Jordan Roland fór á vítalínuna og um tíu sekúndur voru eftir. Skoraði hann úr fyrra vítinu en ekki því síðara. Þar hefði getað myndast möguleiki fyrir Hött að jafna. En þá hefðu þeir þurft að ná frákastinu. Svo fór ekki því Pavel Ermolinskij fyrirliði Vals kom til skjalanna og náði sóknarfrákastinu. Skoraði úr tveimur vítum í framhaldinu og tryggði sigurinn.
Michael Mallory og Bryan Alberts skoraði 19 stig. Jordan Roland var stigahæstur hjá Val með 35 stig, Sinisa Bilic skoraði 18 og Jón Arnór Stefánsson 16. Skotnýting Jóns var frábær en hann hitti úr þremur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur inni í teig.
Valur er í 5. sæti með 18 stig en sú staða gæti breyst í kvöld þegar fleiri leikir eru á dagskrá. Höttur er í næstneðsta sæti með 8 stig.
MVA-höllin Egilsstöðum, Dominos deild karla, 22. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 6:6, 16:7, 22:13, 28:24, 32:29, 34:33, 40:33, 47:38, 51:42, 59:51, 64:56, 64:61, 72:69, 80:76, 82:83, 91:95.
Höttur: Michael A. Mallory II 30/5 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 19, Dino Stipcic 14/4 fráköst/8 stoðsendingar, David Guardia Ramos 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/11 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Hreinn Gunnar Birgisson 3/4 fráköst, Juan Luis Navarro 2.
Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.
Valur: Jordan Jamal Roland 35/7 fráköst, Sinisa Bilic 18/12 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 16, Kristófer Acox 12/7 fráköst, Miguel Cardoso 7, Illugi Steingrímsson 3, Hjálmar Stefánsson 2, Pavel Ermolinskij 2/9 fráköst/6 stoðsendingar.
Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason, Bjarki Þór Davíðsson.