Davis snéri aftur en Lakers tapaði

Luka Doncic skoraði 30 stig í nótt.
Luka Doncic skoraði 30 stig í nótt. AFP

Antony Davis snéri aftur á völlinn með meistaraliðinu Los Angeles Lakers í NBA-körfuknattleiknum í nótt þegar liðið heimsótt Dallas Mavericks en gekk ekki vel. 

Davis skoraði aðeins 4 stig en hann hafði verið lengi frá. Dallas sigraði 115:110 en Lakers er enn án LeBron James sem er á sjúkralistanum. Slóveninn Luka Doncic skoraði 30 stig fyrir Dallas en Texasbúarnir hafa verið nokkuð sveiflukenndir í leik sínum á tímabilinu. 

Það hafa leikmenn Milwaukee Bucks einnig verið en þeir sýndu klærnar þegar eitt sterkasta lið Austurdeildarinnar Philadelphia 76ers kom í heimsókn. Milwaukee vann 124:117 og tók Grikkinn Giannis Antetokounmpo 16 fráköst fyrir Milwaukee og skoraði 27 stig. Philadelphia saknaði Bens Simmons en Joel Embiid skoraði 24 stig en hann hefur leikið afar vel á tímabilinu. 

Úrslit næturinnar:

Boston - Phoenix 99:86

Milwaukee - Philadelphia 124:117

Orlando - New Orleans 99:86

San Antonio - Detroit 106:91

Chicago - Charlotte 108:91

Dallas - LA Lakers 115:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert