Keflavík náði fram hefndum gegn Stjörnunni

Deane Williams og Hlynur Bæringsson í leik liðanna í janúar.
Deane Williams og Hlynur Bæringsson í leik liðanna í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Keflavík verði deildarmeistari í Dominos-deild karla í körfuknattleik eftir að liðið vann sinn sjöunda sigurleik í röð í kvöld, 100:81, á heimavelli gegn Stjörnunni sem situr í þriðja sæti.

Dean Williams átti stórleik, skoraði 26 stig og tók 14 fráköst fyrir heimamenn sem voru komnir í átján stiga forystu í hálfleik, 59:41. Stjarnan fór einmitt illa með Keflvíkinga er liðin mættust í janúar, vann 115:75-sigur í Garðabænum, en Suðurnesingar hefndu fyrir þann ósigur í kvöld.

Dominykas Milka var drjúgur sem fyrr, skoraði 21 stig fyrir heimamenn en í liði Stjörnunnar var Ægir Þór Steinarsson atkvæðamestur með 17 stig. Keflavík er á toppi deildarinnar með 30 stig, sex stigum á undan Þór frá Þorlákshöfn þegar fimm umferðir eru óleiknar.

Keflavík  Stjarnan 100:81

Blue-höllin, Dominosdeild karla, 23. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 5:6, 14:13, 20:15, 25:20, 35:25, 39:32, 46:41, 59:41, 65:50, 69:50, 71:53, 78:59, 83:61, 87:68, 98:77, 100:81.

Keflavík: Deane Williams 26/14 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 21/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/11 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 11/7 fráköst, Ágúst Orrason 11, Reggie Dupree 9/4 fráköst, Valur Orri Valsson 7/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 17/6 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 15/6 fráköst, Austin James Brodeur 11/7 fráköst/3 varin skot, Gunnar Ólafsson 10, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Hlynur Elías Bæringsson 8/5 fráköst, Mirza Sarajlija 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 3, Orri Gunnarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 130

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert