Toppslagur í Keflavík í kvöld

Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson mætir uppeldisfélaginu með Stjörnunni í kvöld.
Keflvíkingurinn Gunnar Ólafsson mætir uppeldisfélaginu með Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Toppslagur er á dagskrá í Keflavík í Dominos-deild karla í kvöld þegar efsta liðið Keflavík fær Stjörnuna í heimsókn. 

Keflavík er með 28 stig eftir sextán leiki en Stjarnan er með 22 stig í 3.sæti og getur farið upp að hlið Þórs frá Þorlákshöfn sem er í 2. sæti með 24 stig. 

Takist Keflavík að vinna í kvöld er ansi líklegt að liðið verði deildarmeistari og fái þar með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Leikurinn hefst klukkan 20:15.

Grannaslagur verður í Grindavík þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn klukkan 18:15. Grindavík er í 8. sæti með 16 stig en getur með sigri farið upp um tvö sæti. Njarðvíkingar eru sem stendur í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er með 10 stig í tíunda sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert