Keflavík er komið upp að hlið Vals á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir 91:67 sigur á Snæfell á heimavelli í dag en þremur leikjum var að ljúka í deildinni.
Daniela Wallen var frábær í liði heimakvenna eins og oft áður, skoraði 36 stig og tók 15 fráköst er Keflavík vann sinn þrettánda sigur á tímabilinu. Liðið er nú með 26 stig, rétt eins og Valur í toppsætinu sem á þó leik til góða. Haiden Palmer skoraði 22 stig fyrir Snæfell sem er í sjöunda og næstneðsta sæti með fjögur stig, sex stigum á eftir Breiðabliki.
Þá vann Skallagrímur 88:80-sigur á botnliði KR, sem einnig er með fjögur stig en í áttunda sæti. Keira Robinson skoraði 37 stig fyrir Skallagrím en Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 30 stig. Skallagrímur er í 5. sæti með 14 stig, átta stigum á eftir Fjölni.
Að lokum ætla Haukar ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni eftir 74:68-sigur á Breiðabliki á Ásvöllum. Alyesha Lovett skoraði 19 stig fyrir heimakonur, rétt eins og Iva Georgieva fyrir Blika. Haukar eru í 3. sæti með 24 stig, tveimur á eftir toppliðunum en Hafnfirðingar eiga leik til góða á Keflavík.
Ásvellir, Dominos deild kvenna, 24. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 4:2, 11:7, 13:14, 13:18, 18:20, 23:22, 28:27, 35:37, 39:41, 39:44, 45:46, 49:48, 55:50, 63:52, 63:57, 74:68.
Haukar: Alyesha Lovett 19/8 fráköst/7 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 18, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/7 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 1 í sókn.
Breiðablik: Iva Georgieva 19/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/13 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13, Jessica Kay Loera 9/6 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Sóllilja Bjarnadóttir 6, Jenný Harðardóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2/4 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 100
Blue-höllin, Dominos deild kvenna, 24. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 3:8, 5:12, 9:14, 15:19, 24:21, 33:23, 35:28, 45:28, 48:30, 50:32, 61:39, 66:43, 71:48, 76:53, 85:61, 91:67.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 36/15 fráköst/8 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 11, Ólöf Rún Óladóttir 8, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/6 stolnir, Katla Rún Garðarsdóttir 6/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Edda Karlsdóttir 2, Anna Lára Vignisdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2.
Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 22/10 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 18/9 fráköst, Emese Vida 14/13 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 5.
Fráköst: 32 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Jakob Árni Ísleifsson, Georgia Olga Kristiansen.
Áhorfendur: 70
DHL-höllin, Dominos deild kvenna, 24. apríl 2021.
Gangur leiksins:: 4:2, 8:6, 8:15, 16:17, 19:24, 26:29, 28:32, 34:39, 39:46, 43:50, 50:59, 53:62, 57:70, 64:72, 69:82, 80:88.
KR: Annika Holopainen 30/6 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 8/11 fráköst, Ástrós Lena Ægisdóttir 7, Unnur Tara Jónsdóttir 6/11 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 4, Gunnhildur Bára Atladóttir 2.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 37/8 fráköst, Sanja Orozovic 19/6 fráköst, Embla Kristínardóttir 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Maja Michalska 9/4 fráköst, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 5, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2/9 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Helgi Jónsson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 14