Þreföld tvenna Westbrooks í sigri

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu í nótt.
Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu í nótt. AFP

Russell Westbrook átti frábæran leik fyrir Washington Wizards þegar liðið vann Oklahoma City Thunder örugglega í NBA-deildinni í nótt.

Westbrook náði þrefaldri tvennu þar sem hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar að auki.

Bradley Beal samherji hans lét svo sannarlega einnig að sér kveða og gerði 33 stig, auk þess að taka sex fráköst og gefa þrjár stoðsendingar.

Þetta magnaða framlag þeirra félaga nægði til þægilegs 129:109-sigurs í leiknum í nótt.

Sex aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Oklahoma  Washington 109:129

Atlanta  Miami 118:103

Brooklyn  Boston 109:104

Charlotte 108:102

Houston  LA Clippers 104:109

Golden State  Denver 118:97

Portland  Memphis 128:130

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert