Valskonur einar á toppnum

Kiana Johnson var öflug í kvöld.
Kiana Johnson var öflug í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valskonur eru einar á toppi Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir 74:64-sigur á Fjölni í Dalhúsi í kvöld. Valur er nú með 28 stig, tveimur stigum á undan Keflavík og Haukum. Fjölniskonur eru svo í 4. sæti með 22 stig.

Keflavík og Haukar náðu að jafna við Valsara á toppnum með því að vinna leiki sína í 17. umferðinni en henni lauk nú með þessari viðureign. Valskonur voru 44:32 yfir í hálfleik og virtust eiga sigurinn vísan eftir að hafa skoraði 21 stig gegn átta hjá Fjölni í þriðja leikhluta. Heimakonur náðu þó að rétta aðeins úr kútnum í fjórða leikhluta, þar sem þær skoruðu 24 stig gegn 11 frá toppliðinu.

Kiana Johnson skoraði 25 stig fyrir Val, tók 12 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Þá var Ariel Hearn atkvæðamest heimakvenna, skoraði 22 s tig, tók 10 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Fjölnir - Valur 64:74

Dalhús, Dominos-deild kvenna, 24. apríl 2021.

Gangur leiksins:: 0:5, 4:11, 12:13, 15:20, 17:28, 19:30, 27:36, 32:42, 32:45, 32:49, 34:56, 40:63, 44:63, 51:67, 56:70, 64:74.

Fjölnir: Ariel Hearn 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 17/7 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 9, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4/4 fráköst, Lina Pikciuté 4, Fanney Ragnarsdóttir 3.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 25/11 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 18/12 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 13/4 fráköst, Helena Sverrisdóttir 7/9 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 4, Eydís Eva Þórisdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Sveinn Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert